Kirkjustétt 4, 113 Reykjavík (Grafarholt)
43.800.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
1 herb.
45 m2
43.800.000
Stofur
1
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2004
Brunabótamat
25.150.000
Fasteignamat
38.300.000

Bjarg fasteignasala kynnir íbúð á 2. hæð að Kirkjustétt 4, 113 Reykjavík,
Íbúð 0207: Stúdíó íbúð, 45,3 ferm., sem skiptist í forstofu, baðherbergi með þvottaaðstöðu,alrými sem telur stofu og eldhús,geymsla er innan íbúðar auk sér-geymslu í sameign. Útgengt út á suðursvalir.
Gólfefni íbúðarinnar er parket, nema á baðherbergi, sem er flísalagt hólf í gólf. Í eldhúsi er snotur, hvít innrétting. 
Húsið að Kirkjustétt 4 er þriggja hæða með 19 íbúðum í einu stiga- og lyftuhúsi. Aðalinngangur byggingarinnar er á jarðhæð frá bílastæði norðan við húsið.
Hverri íbúð fylgir rúmgóð sérgeymsla í hæðinni. Í húsinu er lyfta. Á Jarðhæð hússins eru þjónusturými t.d. bakarí, hárgreiðslustofa, líkamsrækt og fleira. 

Til þess að fá frekari upplýsingar um eignina eða bóka skoðun, hafið samband við Skúla Sigurðarson löggiltan fasteignasala í síma 898 7209 [email protected] 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Bjarg fasteignasala hvetur því
væntanlega kaupendur til að kynna sér gaumgæfilega ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra fagmanna um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.