Bjarg fasteignasala kynnir íbúð á 2. hæð að Kirkjustétt 4, 113 Reykjavík,Íbúð 0207: Stúdíó íbúð, 45,3 ferm., sem skiptist í forstofu, baðherbergi með þvottaaðstöðu,alrými sem telur stofu og eldhús,geymsla er innan íbúðar auk sér-geymslu í sameign. Útgengt út á suðursvalir.
Gólfefni íbúðarinnar er parket, nema á baðherbergi, sem er flísalagt hólf í gólf. Í eldhúsi er snotur, hvít innrétting.
Húsið að Kirkjustétt 4 er þriggja hæða með 19 íbúðum í einu stiga- og lyftuhúsi. Aðalinngangur byggingarinnar er á jarðhæð frá bílastæði norðan við húsið.
Hverri íbúð fylgir rúmgóð sérgeymsla í hæðinni. Í húsinu er lyfta. Á Jarðhæð hússins eru þjónusturými t.d. bakarí, hárgreiðslustofa, líkamsrækt og fleira.
Til þess að fá frekari upplýsingar um eignina eða bóka skoðun, hafið samband við Skúla Sigurðarson löggiltan fasteignasala í síma 898 7209 [email protected] Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Bjarg fasteignasala hvetur því
væntanlega kaupendur til að kynna sér gaumgæfilega ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra fagmanna um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.