Sumarbústaður, 54,3 fm., í landi Árbótar á bökkum Laxár í Aðaldal, Þingeyjarsveit.
Bústaðurinn er þriggja herbergja og með rúmgóðu svefnlofti, geymsluskúr á lóð ásamt stórum sólpalli með heitum potti. Húsið stendur á frábærri útsýnislóð með útsýn yfir sveitina og ána.
Forstofa: Flísar á gólfi, fatahengi og forstofuskápur. Stofa, er stór með gluggum á 3 vegu, flísar á gólfi. Úr stofunni er gengið upp á svefnloftið, þar er svefnpláss fyrir marga. Eldhús, flísar á gólfi, innrétting með efri og neðri skápum.
Baðherbergi, innrétting með vaski og skápum. Frístandandi sturtuklefi, vegghengt salerni, handklæðaofn. Svefnherbergi 1, flísar á gólfi, fataskápur. Svefnherbergi 2, flísar á gólfi, fataskápur, koja.
Geymsluskúr: Er bakatil við húsið, þar eru hillur, hitakútur og nýleg þvottavél.
- Sólpallur er hringinn í kringum húsið.
- Heitur pottur, nýr rafmagnspottur.
- Gólfhiti er í öllu húsinu.
- Flallegt útsýni.
- Allt innbú fylgir með við sölu fyrir utan persónulega muni.
- Leiktæki á lóð sem tilheyra bústaðinum.
- Bústaðurinn stendur á 2.540 fm. leigulóð merkt 08 í landi Árbótar.
Til þess að fá frekari upplýsingar um eignina eða bóka skoðun, hafið samband við Skúla Sigurðarson löggiltan fasteignasala í síma 898 7209 [email protected] eða
Arnar Guðmundsson löggiltan fasteignasala í síma 773 5100 [email protected]Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Bjarg fasteignasala hvetur því
væntanlega kaupendur til að kynna sér gaumgæfilega ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra fagmanna um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.