Björt og falleg, ný uppgerð, 118,4 fm., 5 herbergja endaíbúð á 3. (efstu) hæð, auk bílskúrs 23,8 fm., (samtals 142,2 fm.) í fjölbýlishúsií Hafnarfirði, tvennar svalir, gluggar a þrjá vegu. Gott útsýni, góð staðsetning, auðvelt aðgengi að stofnbrautum. Húsið hefur verið endurnýjað að utan á undanförnum árum..
Forstofa er með fataskáp, hol, stofa er björt og opin. Eldhús, hvít innrétting, nýleg tæki, rúmgóður borðkrókur, opið að stofu. Svefnherbergja gangur, rúmgott hjónaherbergi með stórum fataskáp. stórt barnaherbergi með fataskáp, minna barnaherbergi, svefnherbergi með aðgengi úr stofu, úthengi út á svalir. Auðvelt að taka niður veggi og sameina þetta herbergi og stofu. Baðherbergi, ljós innrétting, hvítar flísar í hólf og gólf, upphengt salerni, baðkar með sturtuaðstöðu, gluggi á baði. Innrétting fyrir þvottavél í íbúð. Sérgeymsla í sameign. Sameign með hjóla/vagnageymslu og þvottaaðstöðu.
Bílskúr með hita, rafmagni, og bílskúrshurðaopnara. Suðurgarður með leiktækjum.
Nýlegt parket er á allri íbúðinni. Nýleg blöndunartæki og hluti innréttinga er nýr. Íbúðin var heil-máluð fyrir stuttu. Sameign var endurnýjuð fyrir stuttu.
Til þess að fá frekari upplýsingar um eignina eða bóka skoðun, hafið samband við Skúla Sigurðarson löggiltan fasteignasala í síma 898 7209 [email protected] Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Bjarg fasteignasala hvetur því
væntanlega kaupendur til að kynna sér gaumgæfilega ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra fagmanna um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.