Hólabraut 35-F, 545 Skagaströnd
Tilboð
Sumarhús
3 herb.
41 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2017
Brunabótamat
16.250.000
Fasteignamat
11.900.000

Bjargfast kynnir nýlegt og fallegt sumarhús til sölu á Skagaströnd.

Húsið stendur við þorpið rétt við fjallið Spákonufell og er með útsýni yfir bæinn. 

Komið er inn í eldhús með fallegum innréttum, helluborði, ofni og ísskáp.
Stofa er fullbúin húsgögnum, hornsófi og sófaborð, arinn og sjónvarp.  Útgengi er út úr stofu út á stóran sólpall með garðhúsgögnum og gasgrilli. 
Hjónaherbergi með hurð inn á baðherbergi og fataskápum. Barnaherbergi með tveimur einstaklingsrúmmum og fataskápum. Baðherbergi með sturtu og glugga. Geymsla með glugga og hillum er í húsinu.

Aðkoma að húsinu er góð með bílastæðum. Ljósleiðari er kominn í húsið.

Allur búnaður eins og borð, stólar, hnífapör, leirtau, sængur og sængurfatnaður sem og garðhúsgögn og gasgrill fylga með húsinu.

Fallegt og vel hannað sumarhús, staðsett á Skagaströnd rétt undir Spákonufelli með glæsilegu útsýni.
Fyrirhugað er byggja glæsilegt baðlón á Skagaströnd og er undirbúningur þess hafinn.

Upplýsingar um eignina veitir Embla Valberg löggiltur fasteignasali í gsm. 662-4577 [email protected] eða Þórarinn Kópsson löggiltan fasteignasala í síma 615 3343 [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamning - 0.8 % af heildar fasteignamati, 0,4% við fyrstu kaup og lögaðilar greiða 1,6% af heildar fasteignamati. 
2. Þinglýsingar gjald fyrir skjöl varðandi kaupsamning er kr. 2.500 kr af hverju skjali. 
3. Lántöku kostnaður lánastofnunar fer eftir reglum lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt verðskrá fasteignasölu.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.